Spjall:Sovétríkin

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

"Þegar Stalín tók við sem aðalritari Kommúnistaflokksins urðu pólitískar framfarir engar, og frelsi alþýðu var ekkert. Á þeim tíma sem Stalín var við völd var almenningur kúgaður, og hver sem tjáði sig um sínar skoðanir var settur í fangabúðir, þar sem viðkomandi einstaklingur var látinn vinna þar til hann endanlega lét lífið." - Án þess að gera lítið úr hryllingi hreinsana Stalíns tel ég svona einfeldningslegar alhæfingar ekki hæfa alfræðiorðabók. SirThorri (spjall) 27. nóvember 2015 kl. 12:02 (UTC) SirThorri[svara]

Ég sé á breytingaskránni að kaflinn saga Sovétríkjanna er allur skrifaður að einum einstaklingi sem ekki hefur skrifað neitt annað á WP og er bara ip númer. Vitanlega gæti viðkomandi seinna hafa skráð sig sem notenda. Allur þessi texti, það er saga Sovétríkjanna, er sama brennimerkinu brenndur eins og þessu klausa sem þú tekur sem dæmi hér að ofan. Mér finnst þó kanski ekki að það ætti að taka þetta út en við að lesa þetta alltsaman yfir þá finnst mér ljóst að allan þennan texta þyrfti að endurskrifa til að hæfa WP. Það er bara spurning hver tæki það að sér. Það er náttúrulega ekkert því til fyrirstöðu að taka bara stubb og stubb í einu og sennilega væri gáfulegast að líta til ensku greinarinnar sem er mjög yfirgripsmikil og finna þar þau atriði og orðalag sem væri hægt að nota til hliðsjónar. Núverandi texti er ef maður getur sagt, skrifaður sem tilfinningatexti en ekki staðreynda texti sem hann ætti að vera. Bragi H (spjall) 27. nóvember 2015 kl. 16:44 (UTC)[svara]