Gátt:Úrvalsefni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Úrvalsgátt íslensku Wikipediu
Á úrvalsgáttinni birtist það alfræðiefni sem þykir bera af á íslensku Wikipediu í bland við úrvalsgreinar á öðrum tungumálum og margmiðlunarefni frá Wikimedia Commons.
Uppfærðu síðuna til þess að sjá nýtt efni af handahófi.
Gyllt stjarna
Úrvalsgrein
Tíminn bjargar sannleikanum frá Lygi og Öfund, málverk eftir François Lemoyne (1737)
Tíminn bjargar sannleikanum frá Lygi og Öfund, málverk eftir François Lemoyne (1737)

Sannleikur (eða sannleiki) er heimspekilegt hugtak, sem gegnir mikilvægu hlutverki í málspeki og þekkingarfræði, en er auk þess hluti af hversdagslegum orðaforða okkar og er eitt mesta grundvallarhugtak sem við búum yfir.

Þegar einhver er sammála fullyrðingu, segir hann að hún sé „sönn“. Þekkingarfræði, sem fjallar um eðli og uppsprettu þekkingar, leitar lausna á fjölmörgum heimspekilegum gátum um „sannleika“ en auk þess er sannleikshugtakið gríðarlega mikilvægt í málspeki og er nátengt merkingarhugtakinu.

Fyrsti vandi heimspekingsins er að ákveða hvers konar hlutir geti verið sannir eða ósannir, það er að segja að finna svonefnda sannbera. Í húfi er orðaforðinn, sem við notum til að fjalla um sannleikann. Síðan eru til fjölmargar kenningar um hvað geri sannberana sanna. Sumar kenningar, „þéttar“ kenningar, fara með sannleika líkt og eiginleika sem einkenna sannberana. Aðrar kenningar, sem teljast til úrdráttarhyggjunnar, leggja til að sannleikur sé lítið annað en hagnýtt tól í tungumáli okkar en standi ekki fyrir neinn eiginleika sem sannberar geta haft. Þessar kenningar eru undir áhrifum frá nýjungum í formlegri rökfræði sem hafa varpað ljósi á hvernig sannleikur virkar bæði í formlegum kerfum og náttúrulegum tungumálum.

Óháðar þessum vandamálum eru gátur um hvernig við vitum að eitthvað sé satt. Maður virðist vita að maður finni fyrir tannpínu á annan hátt en maður veit að jörðin sé þriðja reikistjarnan frá sólu. Ef til vill er önnur þekkingin huglæg og fengin með innskoðun en hin hlutlæg og fengin með athugunum eða gildum ályktunum. Á sama hátt virðist sannleikur stundum velta á viðhorfi manns og bakgrunni en stundum vera algildur og óháður afstöðu manns. Heimspekingar hafa afar mismunandi hugmyndir um öll þau atriði sem hér hafa verið nefnd.

Lesa áfram um sannleika...

Blá stjarna
Gæðagrein
Rauða línan sýnir svæði með 10°C meðalhita í júlí en algengt er að styðjast við það sem skilgreiningu á norðurslóðum.
Rauða línan sýnir svæði með 10°C meðalhita í júlí en algengt er að styðjast við það sem skilgreiningu á norðurslóðum.

Norðurslóðir (einnig kallaðar Norðurhöf eða Norðurheimskautssvæðið) er heimshlutinn í kringum Norðurheimskautið. Innan norðurslóða eru hlutar af Rússlandi, Alaska (sem tilheyrir Bandaríkjunum), Kanada, Grænland (sem tilheyrir Danmörku), Ísland, norðurhéruð Noregs, Svíþjóðar og Finnlands, en stærsti hluti svæðisins er hið ísi lagða haf Norður-Íshafið. Ekki er til nein algild skilgreining á norðurslóðum, en oftast er ýmist miðað við Norðurheimskautsbaug (66° 33’N), skógarmörk í norðri (trjálínu), 10°C meðalhita í júlí eða skilin milli kalda Íshafssjávarins og hlýrri sjávarstrauma í Norður-Atlantshafi. Vistfræðilega er Ísland á mörkum þess svæðis sem talið er til norðurslóða. Þau ríki sem eiga lönd innan norðurslóða vinna saman innan Norðurskautsráðsins.

Norðurslóðir einkennast af miklu víðerni, köldu og þurru loftslagi, miklum árstíðaskiptum með skammdegi á veturna og björtum nóttum á sumrin, hafís á norðurhöfum og sífrera í jörðu á stórum svæðum.

Lesa áfram um Norðurslóðir...

Grá stjarna
Úrvalsmynd

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.

Græn brotin stjarna
Upprennandi
Allt efni Wikipediu er unnið í sjálfboðavinnu með það markmið að safna samanlagðri þekkingu mannkyns og gera hana eins aðgengilega og hægt er. Á þessari síðu eru bestu dæmin um þetta starf á íslensku Wikipediu en það er mikið verk óunnið og öll hjálp er vel þegin. Ef þú getur hugsað þér að taka þátt í þessu verkefni þá ættir þú að lesa kynninguna og nýliðanámskeiðið og hefjast svo handa.

Af 58.539 greinum á íslensku Wikipediu komast aðeins örfáar útvaldar í hóp gæða- og úrvalsgreina. Samstarf notenda um að fjölga þessum greinum og hækka hlutfall þeirra fer fram í úrvalsmiðstöðinni.

Tillögur að gæðagreinum: Engin atkvæðagreiðsla í gangibreyta

Tillögur að úrvalsgreinum: Atkvæðagreiðsla í gangibreyta

hnöttur
Alþjóðleg úrvalsgrein
A date inscription in the Mayan Long Count on the east side of Stela C from Quirigua showing the date for the last Creation.
A date inscription in the Mayan Long Count on the east side of Stela C from Quirigua showing the date for the last Creation.

The 2012 phenomenon comprises a range of eschatological beliefs according to which cataclysmic or transformative events will occur on 21 December 2012. This date is regarded as the end-date of a 5125-year-long cycle in the Mesoamerican Long Count calendar. Various astronomical alignments and numerological formulae have been proposed as pertaining to this date, though none has been accepted by mainstream scholarship.

A New Age interpretation of this transition is that the date marks the start of time in which Earth and its inhabitants may undergo a positive physical or spiritual transformation, and that 21 December 2012 may mark the beginning of a new era. Others suggest that the date marks the end of the world or a similar catastrophe. Scenarios suggested for the end of the world include the arrival of the next solar maximum, an interaction between Earth and the black hole at the center of the galaxy, or Earth's collision with a planet called "Nibiru".

Lestu meira um 2012 fyribærið á ensku Wikipediu.

Norðurlönd
Norræn úrvalsgrein
Tørrfisk av torsk i Venezia.
Tørrfisk av torsk i Venezia.

Tørrfisk er usaltet fisk som er naturlig tørket av sol og vind på hjell eller (mer sjeldent) tørket i egne tørkerier. Å tørke mat er verdens eldste kjente konserveringsmetode, og tørket fisk er holdbar i årevis. Metoden er også billig, arbeidet kan gjøres av fiskeren selv og den gjør fisken enklere å transportere til markedet. Tørking av fisk er gammelt i Norge, ordet «torsk» kommer av det gammelnorske turskr som betyr turrfiskr (tørrfisk).

Det er for det meste torsk som brukes til tørrfisk, andre fiskeslag som for eksempel sei, hyse, brosme og lange brukes i mindre grad. I løpet av århundrene er det utviklet flere varianter av tørket fisk, for eksempel no:boknafisk og klippfisk. Klippfisk (saltet) og boknafisk (ikke saltet) er tørket fisk, og klippfisken er dessuten presset, mens produksjon av tørrfisk utelukkende er basert på sol og vind. (Forskjellene er så store at det ikke går an å si at klippfisk er en variant av tørrfisk. Derimot er både klippfisk og tørrfisk tørket fisk). I middelalderen var salt en kostbar vare. Salting av fisk ble først for alvor aktuelt på 1700-tallet, da man fikk tilgang til billig salt fra Syd-Europa. Tørrfisk og klippfisk kan igjen videreforedles til lutefisk.

Lestu meira um harðfisk á norsku Wikipediu.

Púsl
Gáttir
Gáttir eru ein aðferðin til þess að setja efni Wikipediu fram á skipulagðan hátt og auðvelda aðgengi að því. Þær eru eins konar forsíður fyrir sín efnissvið. Góðar gáttir á íslensku Wikipediu eru: