Gátt:Úrvalsefni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 20. ágúst 2023 kl. 14:36 eftir 89.160.235.224 (spjall) Útgáfa frá 20. ágúst 2023 kl. 14:36 eftir 89.160.235.224 (spjall)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Úrvalsgátt íslensku Wikipediu
Á úrvalsgáttinni birtist það alfræðiefni sem þykir bera af á íslensku Wikipediu í bland við úrvalsgreinar á öðrum tungumálum og margmiðlunarefni frá Wikimedia Commons.
Uppfærðu síðuna til þess að sjá nýtt efni af handahófi.
Gyllt stjarna
Úrvalsgrein
Kort af brunasvæðinu.
Kort af brunasvæðinu.

Mýraeldar voru miklir sinueldar í Hraunhreppi í Borgarbyggð sem loguðu í þrjá daga vorið 2006. Að morgni 30. mars blossaði upp eldur í sinu sem fór um 75 km² landsvæði á Mýrum, en alls brunnu um 67 km² lands. Þetta voru nefndir „mestu sinueldabrunar Íslandssögunnar”.

Líklegt er talið að kviknað hafi í út frá vindlingi við þjóðveg 54 á móts við Bretavatn. Sinueldurinn barst mjög hratt, um 18 kílómetra á fyrstu sex klukkustundunum. Brennda svæðið var allt á milli þjóðvegar 54, 540 og 537, að undanskilinni einni tungu sem náði suður fyrir veg 537. Þegar mest var var eldveggurinn allt að tveggja metra hár og fór með tuga metra hraða á mínútu.

Sinueldarnir voru slökktir með gríðarlegu slökkvistarfi af hálfu íbúa svæðisins, brunavarna Borgarbyggðar, aðstoðarslökkviliðs frá nærliggjandi byggðarlögum og þyrlu frá Þyrluþjónustunni. Engar skemmdir urðu á mannvirkjum, að girðingum undanskildum en margir bæir voru mjög nálægt því að verða eldinum að bráð. Bærinn Hamrar var einungis örfáa metra frá eldinum á tímabili. Eldarnir höfðu gífurleg áhrif á lífríki svæðisins, en svæðið sem brann var eitt stærsta samfellda mýrlendi á landinu og er í raun nær lagi að tala um náttúruhamfarir en venjulegan sinubruna. Engin meiðsl urðu þó á fólki.

Lesa áfram um Mýraelda...

Blá stjarna
Gæðagrein
Þjóðfáni Ítalíu
Þjóðfáni Ítalíu

Ítalía er land í Suður-Evrópu. Landið liggur aðallega á Appenínaskaga sem gengur til suðausturs út í Miðjarðarhafið og minnir í lögun dálítið á stígvél. Að norðan nær landið allt upp í Alpafjöll. Lönd sem liggja að Ítalíu eru Frakkland, Sviss, Austurríki og Slóvenía. Einnig eru tvö sjálfstæð ríki umlukin af Ítalíu; San Marínó (sem er nálægt austurströndinni og Rímíní) og Vatíkanið eða Páfagarður, sem er hluti af Róm. Rómaborg er höfuðborgin og stærsta borgin. Hún er ein af söguríkustu og merkustu borgum Evrópu og er stundum kölluð „borgin eilífa“. Aðrar stórar borgir eru til dæmis Mílanó, Flórens, Genúa, Tórínó, Feneyjar, Veróna, Bologna, Rímíní, Napólí og Palermó. Gjaldmiðillinn er evra síðan 1999 en var áður líra. Íbúar eru um 58 milljónir og landið er þrisvar sinnum stærra en Ísland.

Lesa áfram um Ítalíu...

Grá stjarna
Úrvalsmynd

Thinornis rubricollis rubricollis

Græn brotin stjarna
Upprennandi
Allt efni Wikipediu er unnið í sjálfboðavinnu með það markmið að safna samanlagðri þekkingu mannkyns og gera hana eins aðgengilega og hægt er. Á þessari síðu eru bestu dæmin um þetta starf á íslensku Wikipediu en það er mikið verk óunnið og öll hjálp er vel þegin. Ef þú getur hugsað þér að taka þátt í þessu verkefni þá ættir þú að lesa kynninguna og nýliðanámskeiðið og hefjast svo handa.

Af 58.612 greinum á íslensku Wikipediu komast aðeins örfáar útvaldar í hóp gæða- og úrvalsgreina. Samstarf notenda um að fjölga þessum greinum og hækka hlutfall þeirra fer fram í úrvalsmiðstöðinni.

Tillögur að gæðagreinum: Engin atkvæðagreiðsla í gangibreyta

Tillögur að úrvalsgreinum: Atkvæðagreiðsla í gangibreyta

hnöttur
Alþjóðleg úrvalsgrein
Satellite image of northern Britain and Ireland showing the approximate area of Dál Riata (shaded).
Satellite image of northern Britain and Ireland showing the approximate area of Dál Riata (shaded).

Áedán mac Gabráin was a king of Dál Riata from circa 574 until his death, perhaps on 17 April 609. The kingdom of Dál Riata was situated in modern Argyll and Bute, Scotland, and parts of County Antrim, Ireland. Genealogies record that Áedán was a son of Gabrán mac Domangairt.

He was a contemporary of Saint Columba, and much that is recorded of his life and career comes from hagiography such as Adomnán of Iona's Life of Saint Columba. Áedán appears as a character in Old Irish| and Middle Irish language works of prose and verse, some now lost.

The Irish annals record Áedán's campaigns against his neighbours, in Ireland, and in northern Britain, including expeditions to the Orkney Islands, the Isle of Man, and the east coast of Scotland. As recorded by Bede, Áedán was decisively defeated by Æthelfrith of Bernicia at the Battle of Degsastan. Áedán may have been deposed, or have abdicated, following this defeat.

Lestu meira um Áedán mac Gabráin á ensku Wikipediu.

Norðurlönd
Norræn úrvalsgrein
Nattklubben Eldorado, en av träffpunkterna för homosexuella i Berlin under Weimarrepubliken. Klubben stängdes av nazisterna när de kom till makten 1933. Foto från 1932.
Nattklubben Eldorado, en av träffpunkterna för homosexuella i Berlin under Weimarrepubliken. Klubben stängdes av nazisterna när de kom till makten 1933. Foto från 1932.

Homosexuella i Nazityskland förföljdes och tusentals sattes i koncentrationsläger. Under Weimarrepubliken (1919–1933) hade homosexuella levt relativt öppet men när nazisterna tog makten 1933 förbjöds homosexuella organisationer och barer och restauranger som var mötesplatser för homosexuella stängdes. Manliga homosexuella fängslades och många sändes till koncentrationsläger. De lesbiska bedömdes inte vara ett lika stort hot mot Tredje riket men de ansågs opatriotiska som inte gifte sig och födde barn, och ett fåtal lesbiska sattes i läger som ”asociala”.

Över 100 000 homosexuella män registrerades, drygt 50 000 av dem dömdes till fängelse och mellan 5 000 och 15 000 av dessa sändes efter avtjänat straff till SS:s koncentrationsläger. I koncentrationslägren var de homosexuella den mest skyddslösa gruppen, de utsattes för bestialisk behandling av SS och trakasserades dessutom av övriga fångar. Dödligheten bland homosexuella i koncentrationsläger är inte känd, men den ledande experten Rüdiger Lautmann menar att den var så hög som 60 procent.

Lestu meira um samkynhneigð í Þýskalandi nasismans á sænsku Wikipediu.

Púsl
Gáttir
Gáttir eru ein aðferðin til þess að setja efni Wikipediu fram á skipulagðan hátt og auðvelda aðgengi að því. Þær eru eins konar forsíður fyrir sín efnissvið. Góðar gáttir á íslensku Wikipediu eru: