Spjall:Forsetakosningar á Íslandi 2024

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Frambjóðendur[breyta frumkóða]

Er hægt að bæta við að Snorri Óttarsson er bæði með BC gráðu í virðiskeðju stjórnun og AP gráðu í markaðsfræði? 188.114.171.124 20. febrúar 2024 kl. 18:41 (UTC)[svara]

Hm, nei, þar sem engin framboðstilkynning er? --Berserkur (spjall) 20. febrúar 2024 kl. 22:37 (UTC)[svara]

Leikskólakennari býður sig fram til embættis forseta Íslands https://www.dv.is/frettir/2024/02/25/leikskolakennari-bydur-sig-fram-til-embaettis-forseta-islands/ Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 2a01:6f02:416:26d1:1:0:1d60:c9a9 (spjall | framlög) 25. febrúar 2024 kl. 22:20 (UTC)[svara]

Ekki gilt. Framboðið tilgreinir ekki hver sé að bjóða sig fram.--Snævar (spjall) 25. febrúar 2024 kl. 23:08 (UTC)[svara]

...og hver ákveður hvað sé gilt og hvað ekki? 2A01:6F02:416:26D1:1:0:1D60:C9A9 25. febrúar 2024 kl. 23:35 (UTC)[svara]

Reglur Wikipedía og stjórnendur/möppudýr.--Berserkur (spjall) 25. febrúar 2024 kl. 23:57 (UTC)[svara]

Þjóðfélagsverkfræðingur[breyta frumkóða]

Vinsamlega breytið starfsheiti mínu, hjá Axel Pétur Axelsson á íslensku til samræmis við það ensku yfir í : Þjóðfélagsverkfræðingur Axelpetur (spjall) 20. mars 2024 kl. 17:01 (UTC)[svara]

Ekki viðurkennt starfsheiti. Hvaðan kemur sú menntun? --Berserkur (spjall) 20. mars 2024 kl. 17:06 (UTC)[svara]
er "Samsæriskenningarmaður" viðurkennt starfsheiti ?
ég er frumkvöðull á sviði þjóðfélagsverkfræði og er því fyrstur til að finna upp starfsheitið. hef reyndar gefið út bók um þjóðfélagsverkfræði: https://www.amazon.se/Social-Engineering-Occult-Revealing-Delusion/dp/9198911309 Axelpetur (spjall) 20. mars 2024 kl. 17:10 (UTC)[svara]
Nei, Samsæringarkenningarmaður er ekki viðurkennt starfsheiti af okkur, en https://www.mannlif.is/hladvorp/axel-petur-tok-timabil-thar-sem-eg-ottadist-mikid-um-lif-mitt/ og fleiri miðlar hafa eftir þér að þú lítir á það sem starfsheiti sem þú sjálfur hafir. Þú valdir þennan titil, ekki einhver annar. Sá titill er hérna uppi því það lýsir þér sem persónu, sem þú ert sáttur við. Ef þú ert að ýja að þú hafir skipt um skoðun á því, þá er það þitt eigið vandamál.
Ef og þegar þú klárar háskólagráðu í þjóðhagsfræði, verkfræði, eða öðrum svipuðum og viðurkenndum greinum þá getum við viðurkennt þá háskólagráðu, en þjóðfélagsverkfræði kemur ekki til greina. Snævar (spjall) 20. mars 2024 kl. 18:18 (UTC)[svara]
Ég hafði skrifað „sjálftitlaður þjóðfélagsverkfræðingur“ þarna en því var breytt í samsæriskenningamaður. Titillinn „þjóðfélagsverkfræðingur“ hefur enga almennt viðurkennda merkingu, hvorki sem fræðigrein né starfsgrein. Ef það á að geta þessa titils verður að mínu mati að geta þess að þetta er titill sem viðkomandi fann upp sjálfur og hefur enga þýðingu aðra en skilgreiningu hans sjálfs. TKSnaevarr (spjall) 20. mars 2024 kl. 19:41 (UTC)[svara]
einhver fann upp alla titla veraldar einhverntímann fyrst og ég er nokkuð viss um að þið félagarnir eruð ekki með háskólapróf í alheimsvisku en ég gæti hugsanlega kvittað uppá að þið væruð með háskólanám í heimsku . . . það er töluvert af heimildum þar sem ég er titlaður þjóðfélagsverkfræðingur sem þið getið auðveldlega fundið á internetinu, en þið vitið að sjálfsögðu allt betur en blákaldar heimildir . . . Axelpetur (spjall) 20. mars 2024 kl. 22:34 (UTC)[svara]
Ég gæti líka fundið upp titil handa sjálfum mér. Ég gæti kallað mig „siðferðisefnafræðing“, eða „ættfræðiheimspeking“, eða hvað sem mér dettur í hug. Ég gæti örugglega fengið einhvern til að hafa þessa titla eftir mér fyrir kurteisi sakir. En það gæfi mér ekki sjálfkrafa heimtingu á því að fólk viðurkenni þessa titla sem eitthvað meira en persónulegar tiktúrur mínar. TKSnaevarr (spjall) 20. mars 2024 kl. 23:15 (UTC)[svara]
það er rétt að þú getur kallað þig hvað sem er og ég mun nefna þig með þeim titli sem þú óskar . . . hins vegar hefði ég áhuga á hvers vegna þú gefur þér ákveðna tiltla og hvað þú telur búa það að baki . . . ég hef fjallað um og rannsakað þjóðfélagsverkfræði í yfir 15 ár og gefið út mikið efni því tengt því m.a. hér: https://www.youtube.com/@frelsiTV . . . einu titlarnir sem maður getur ekki notað eru fög sem eru lögvernduð en þjóðfélagsverkfræðingur er ekki lögverndað . . . svo má þess geta að ég er frumkvöðull á sviði þjóðfélagsverkfræði ásamt fleiri sviðum og hef jafnvel áhuga að byggja upp námsbrautir í framtíðinni þegar fram í sækir . . . held að það sé brot á mannréttindum mínum þegar þið ætlið að ákveða hvaða titla ég ber og í raun menntahroki/fordómar . . . ps. mætti ég biðja um aðstoð til að setja þetta inn: https://en.wikipedia.org/wiki/Draft:Axel_P%C3%A9tur_Axelsson . . . svo er bara að muna að meðmæla rétt :) . . Axelpetur (spjall) 21. mars 2024 kl. 09:34 (UTC)[svara]
Væri "Hlaðvarpsstjórnandi" ekki hlutlaus og óumdeild lýsing?
Varðandi ensku Wikipedia, þá þurfa almennar greinar af einstaklingum þar að geta vísað í heimildir um viðkomandi sem flokkast sem"verulega umfjöllun (significant coverage) í áreiðanlegum heimildum sem eru óháðar viðfangsefninu (viðtöl falla t.d. ekki undir slíkt). Ég renndi sjálfur yfir greinina á sínum tíma og hreinsaði hana aðeins upp en mér tókst ekki að finna neinar heimildir sem af minni reynslu myndu flokkast sem verulega umfjöllun. Yfirleitt er nóg að það séu 2-3 slíkar heimildir. Alvaldi (spjall) 22. mars 2024 kl. 10:27 (UTC)[svara]
sé ekki ástæðu til að finna upp fleiri titla fyrir mig . . . hér eru fréttir og heimildir þar sem ég er titlaður "þjóðfélagsverkfræðingur" https://www.google.com/search?q=%C3%BEj%C3%B3%C3%B0f%C3%A9lagsverkfr%C3%A6%C3%B0ingur&rlz=1C1CHBF_enSE950SE950&sca_esv=d6727fb810734362&cs=0&sxsrf=ACQVn09adh6zAcy6Vf3lZ3Y2dPpxzbMhaA:1711104717851&filter=0&biw=1548&bih=772&dpr=1.38#ip=1 sem ég hef valið að nota í kosningabaráttunni . . . er að velta fyrir mér hvort þið notið sama staðal við fornöfn einstaklinga og munu þið segja "sjálftitluð kona" þegar fæddur karlmaður "breytir" sér í konu ? . . eða er verið að beita "pólitísku" staðli um mig . . . Axelpetur (spjall) 22. mars 2024 kl. 11:01 (UTC)[svara]
Þú ert eiginlega að færa rök gegn sjálfum þér með þessum tenglum, því margar af þessum fréttum sem birtast á Google nota orðalag á borð við „sjálftitlaður þjóðfélagsverkfræðingur“ (á DV, Mannlíf og Hringbraut) eða „Axel Pétur Axelsson sem hefur titlað sig sem þjóðfélagsverkfræðing“ (á RÚV). Þær heimildir sem vísa í þig án fyrirvara sem þjóðfélagsverkfræðing eru mestmegnis beinar tilvitnanir í þig eða viðtöl við þig. TKSnaevarr (spjall) 23. mars 2024 kl. 16:42 (UTC)[svara]
Setti sjálftitlaður þjóðfélagsverkfræðingur inn líkt og er haft í síðunni um kosningarnar 2020. Hvernig gengur meðmælalistinn annars? --Berserkur (spjall) 22. mars 2024 kl. 12:56 (UTC)[svara]
sæll meistari . . . ég er kominn með viðurkennt próf í Social Engineering :) https://www.udemy.com/certificate/UC-3a153e26-dcf4-4fda-8f94-134cd7b57f8f/?fbclid=IwAR3Th8mUjLaOqnTi87lTBH_EdNm4h1VrSNc8qlJT248UEtZxmjN9fc9H9VA . . . vinsamlega breytið . . . Axelpetur (spjall) 26. mars 2024 kl. 19:12 (UTC)[svara]

Magnað nám greinilega: This course includes:6 hours on-demand video,12 articles, 5 downloadable resources --Berserkur (spjall) 26. mars 2024 kl. 19:34 (UTC)[svara]

Venjulega leggur Wikipedia ekki mat á heimildir, annað en hvort þær séu áreiðanlegar. Það hvort námið sé viðurkennt af íslenskum stofnunum er þeirra að meta. Gætir haft 'lauk 6 klukkustunda námi í félagsverkfræði'. Snævar (spjall) 28. mars 2024 kl. 11:37 (UTC)[svara]
er ekki hatur ykkar á mér komið aðeins of langt ? Axelpetur (spjall) 28. mars 2024 kl. 11:52 (UTC)[svara]

Spurning um að fjarlæga alla frambjóðendur sem að tóku framboðið til baka fyrir utan Halldór, Tómas og Búa (efstu þrjá)?[breyta frumkóða]

Þar sem að margir skráðu sig óvart inn og lítið er vitað um þessa frambjóðendur er það kannski hugmynd Leikstjórinn (spjall) 23. mars 2024 kl. 16:24 (UTC)[svara]

Sammála. --Berserkur (spjall) 23. mars 2024 kl. 16:44 (UTC)[svara]
Sjálfgefið mál, þegar ljóst að margir þessara einstaklinga ætluðu ekki að bjóða sig fram. Snævar (spjall) 28. mars 2024 kl. 11:38 (UTC)[svara]

Tala frambjóðenda[breyta frumkóða]

Hér á síðunni eru taldir 66 frambjóðendur, á island.is eru taldir 73. Kannski 90% af þeim hverfa þegar meðmælalistafresturinn rennur út 26. apríl. Væri ekki betra að hafa bara... helstu frambjóðendur fyrst það vantar t.d. 7 manns á listann? Berserkur (spjall) 7. apríl 2024 kl. 11:39 (UTC)[svara]

Á ensku Wikipedia inniheldur listinn bara þá sem hafa fengið fjölmiðlaumfjöllun af framboði sínu eða eru með Wikipedia grein um sig, samtals 17 manns eins og staðan er í dag. Alvaldi (spjall) 8. apríl 2024 kl. 09:24 (UTC)[svara]
Uppfærði listann svo að island.is og þessi eru næstum eins. 72 hérna, 71 hjá þeim, Katrín Jakobs er sá einstaklingur sem munar á milli. Snævar (spjall) 8. apríl 2024 kl. 11:55 (UTC)[svara]

Ég myndi í raun vilja sleppa öllum nöfnum sem eingöngu koma eingöngu fyrir á island.is. Ef það er ekki hægt að vísa í neina aðra heimild fyrir því að viðkomandi sé sannarlega í framboði þá sé ég ekki ástæðu til að taka það alvarlega. Það má svo bara segja að x margir hafi á einhverjum tímapunkti stofnað söfnun meðmæla, einhverjir af þeim fyrir mistök. Bjarki (spjall) 8. apríl 2024 kl. 18:42 (UTC)[svara]

Ég er aðalega að velta fyrir mér hvort einhver frambjóðendanna gæti brugðist við á sama hátt eins og Ari Trausti í forsetakosniningunum fyrir nokkrum árum, þegar RÚV vildi ekki hafa alla frambjóðendur. Þeir sem skráðu sig fyrir mistök í þessum kosningum eru þegar farnir alfarið út. Annars er mér nokkuð sama, á hvorn veginn sem er. Snævar (spjall) 8. apríl 2024 kl. 18:52 (UTC)[svara]
Miðað við tillöguna frá Bjarka þá hefði Ari Trausti verið á listanum þar sem hann fékk umfjöllun um sitt framboð. Persónulega er ég hrifnari af því hvernig þetta er á ensku Wiki. Þar sér maður öll helstu nöfnin sem gáfu kost á sér ásamt þeim sem voru orðaðir við framboð. Alvaldi (spjall) 9. apríl 2024 kl. 08:42 (UTC)[svara]
Ágætis rök, en fer ekki nógu djúpt. Nokkuð ljóst að ég þurfi að fara yfir atburðarrásina. Í kosningunum voru fjölmiðlar gagnrýndir af minni frambjóðendum, þar meðtalið af Ara Trausta, fyrir að gefa þeim ekki umfjöllun. Þetta hefur líka gerst í öðrum kosningum, þar meðtalið Alþingiskosningum. RÚV vildi síðan halda kappræður á milli Þóru og Ólafs Ragnars, þar sem þau voru með mesta fylgið. Þóra heimtaði að aðrir frambjóðendur væru með og Ari Trausti fór mestan með því að harkalega gagnrýna RÚV og rjúka út.
Gagnrýni er í fínu lagi, en þegar hún er orðin jafn mikil og hjá Ara Trausta, þá er mér ekki lengur sama. Persónulegar skoðanir fyrir mér vega lítið í því samhengi. Snævar (spjall) 9. apríl 2024 kl. 09:18 (UTC)[svara]
Þetta með gagnrýnina á skorti á umfjöllun um minni frambjóðendur er mjög góður punktur. Tillaga Bjarka hér að neðan gæti verið ákveðinn millivegur sem tryggir að framboð með einhverri staðfestri alvöru á bakvið sig séu tekin fram. Tek sem dæmi Angela Snæfellsjökuls Rawlings, hún hefur ekki fengið neina umfjöllun í fjölmiðlum svo ég viti til en hefur vissulega tilkynnt um framboð og er með framboðssíðu. Alvaldi (spjall) 9. apríl 2024 kl. 09:41 (UTC)[svara]
Í raun er ég bara að biðja um að það sé hægt að vísa í eithvað til að staðfesta framboðið. Tilkynning til fjölmiðla, eða jafnvel bara tilkynning á eigin samfélagsmiðlum (ef hún er aðgengileg almenningi). Það er ekki hár þröskuldur. Ef einhver kemur svo fram og kvartar, þá er viðkomandi í raun í leiðinni að staðfesta framboðið og má þá vera með á listanum mín vegna. Bjarki (spjall) 9. apríl 2024 kl. 09:20 (UTC)[svara]
Út frá greininni eins og hún lítur út núna og þeim vísunum sem eru skráðar við hvern frambjóðanda eru 20 í framboði sem hægt er að staðfesta út frá tilvísunum en 52 eru bara með tilvísun í island.is eða tilvísanir sem tengjast ekkert þessum forsetakosningum. Á ensku WP eru nefndir 17 sem hafa lýst yfir framboði. Hér er talað um 29 yfirlýsta frambjóðendur. Annað mál með þessa meðmælasöfnun á Ísland.is er að þetta er síkvikt og verður það eflaust til 26. apríl. Núna stendur tala þeirra sem hafa stofnað meðmælasöfnun í 72. Nöfn koma inn og önnur detta út og það er engin breytingasaga sjáanleg sem hægt er að vísa í þannig að það er erfitt að ná utan um það hversu margir hafa stofnað meðmælasöfnun á einhverjum tímapunkti. Bjarki (spjall) 9. apríl 2024 kl. 10:16 (UTC)[svara]
Nú eru 8 frambjóðendur komnir með meðmælafjölda. Kannski að hafa sérkafla fyrir þá? --Berserkur (spjall) 19. apríl 2024 kl. 13:46 (UTC)[svara]
Ég er ekki á móti því. Annars er bara vika í að þetta ætti að liggja fyrir með formlegum hætti. Núna er þetta haft eftir frambjóðendum sjálfum að þeir séu búnir að ná nægum fjölda meðmæla. Bjarki (spjall) 19. apríl 2024 kl. 16:33 (UTC)[svara]
Sammála með að hafa sérkafla fyrir þá sem ná meðmælafjölda en samt bíða með það þangað til það er orðið formlegt. Alvaldi (spjall) 21. apríl 2024 kl. 13:05 (UTC)[svara]

Gild framboð og svo hinir[breyta frumkóða]

Það ætti að gera allan greinarmun á því að gera atlögu að forsetaframboði og svo að vera í raun í gildu framboði. Ég vil ekki sjá þessa framsetningu sem grautar þessu öllu saman. Svo á ekki að setja rauða tengla á nöfn fólks sem uppfyllir engin viðmið um markverðugleika. --Bjarki (spjall) 29. apríl 2024 kl. 12:32 (UTC)[svara]

Þegar ég hugsa það betur þá er ég ekki á móti því að það séu allir í einni töflu, en það er þá líka að því gefnu að það komi svo meiri umfjöllun um þá 11 sem eru í framboði. Bjarki (spjall) 29. apríl 2024 kl. 13:35 (UTC)[svara]