(Go: >> BACK << -|- >> HOME <<)

Fara í innihald

Fimm þrep sorgar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fimm þrep sorgar er líkan sem bandaríski geðlæknirinn Elisabeth Kübler-Ross skilgreindi fyrst árið 1969 sem lýsir því hvernig fólk gengur í gegnum sorg. Fimm þrep sorgar eru eftirfarandi: Afneitun, Reiði, samningaumleitanir, depurð og samþykki.

Afneitun er þegar fólk afneitar því sem hefur gerst og neitar að trúa því að það sem gerðist sé raunverulegt. Reiði er þegar fólk upplifir reiði yfir því sem gerðist. Samningaumleitanir er þegar fólk reynir að finna leið til að losna við erfiðar tilfinningar tengdar sorginni. Depurð er þegar fólk upplifir mikla depurð yfir því sem gerðist. Samþykki er þegar fólk nær að sættast við sorgina, sorgin er oft ennþá sár en er ekki að hamla einstaklingnum lengur.