Anna Kolbrún Árnadóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Anna Kolbrún Árnadóttir
Fæðingardagur: 16. apríl 1970
Fæðingarstaður: Akureyri
Dánardagur: 9. maí 2023
Dánarstaður: Akureyri
Þingsetutímabil
2017-2021 í Norðaust. fyrir Miðfl.
= stjórnarsinni
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Anna Kolbrún Árnadóttir (f. 16. apríl 1970 á Akureyri, d. 9. maí 2023 á Aukureyri) var þingkona Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi frá 2017 til 2021. Áður hafði hún starfað sem sjúkraliði og sem fagstjóri sérkennslu.

Anna var einn þingmannanna sem sat á Klausturbarnum þegar upptaka náðist af óhefluðu máli þingmanna árið 2018. Einnig árið 2018 vakti Anna umtal þegar hún titlaði sig sem þroskaþjálfi í æviágripi sínu á síðu Alþingis án þess að hafa útskrifast sem þroskaþjálfi.[1]

Anna bauð sig aftur fram í alþingiskosningum 2021 en náði ekki kjöri. Hún var því varaþingmaður frá 2021 til 2023 fyrir Miðflokkinn.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Anna greindist með krabbamein árið 2011. Anna var gift og átti eitt barn og þrjú stjúpbörn.[2]

Anna lést á sjúkrahúsinu á Akureyri morguninn 9. maí 2023.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Anna Kolbrún þóttist vera þroskaþjálfi og hefur verið tilkynnt til landlæknis Stundin, skoðað 8. mars 2019
  2. Guðnason, Kristinn Haukur (5. október 2023). „Anna Kol­brún Árna­dóttir er látin - Vísir“. visir.is. Sótt 10. maí 2023.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Alþingissíða þingkonunnar

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.