(Go: >> BACK << -|- >> HOME <<)

Fara í innihald

Þráinn Bertelsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þráinn Bertelsson (f. 30. nóvember 1944) er Íslenskur leikstjóri, fyrrum þingmaður og rithöfundur. Hann hefur gert sjö kvikmyndir í fullri lengd, þar á meðal líf-þríleikinn (Nýtt líf, Dalalíf, Löggulíf), verðlaunamyndina Magnús, leikstýrt einu áramótaskaupi (og gert handrit við annað skaup) og skrifað bækur. Alþingi veitti Þráni fyrstum kvikmyndagerðarmanna heiðurslaun Alþingis.

Þráinn var kosinn á Alþingi í alþingiskosningunum 2009 fyrir Borgarahreyfinguna en fjórum mánuðum seinna sagði hann sig úr flokknum og árið 2010 gekk hann í Vinstri græna. Hann gaf ekki aftur kost á sér í alþingiskosningunum 2013.

Hann var einnig tilnefndur af af Evrópsku kvikmyndaakademíunni til þrigga Evrópuverðlauna (Felix) fyrir kvikmyndina Magnús, fyrir besta handrit, bestu kvikmynd og bestu framleiðsluna. Þráinn Bertelsson hlaut heiðursverðlaun Eddunnar árið 2022. Einnig árið 2022 gaf Þráinn Íslensku þjóðinni allar kvikmyndir sínar að gjöf er þær fóru í stafræna endurvinnun.[1]

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip sem tengist kvikmyndum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. „Þráinn Bertelsson færir þjóðinni myndir sínar að gjöf“. Klapptré. 1. desember 2022. Sótt 20. júní 2024.