Simon Harris

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 18. apríl 2024 kl. 21:10 eftir TKSnaevarr (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. apríl 2024 kl. 21:10 eftir TKSnaevarr (spjall | framlög) (→‎Æviágrip)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Simon Harris
Simon Harris árið 2024.
Forsætisráðherra Írlands
Núverandi
Tók við embætti
9. apríl 2024
ForsetiMichael D. Higgins
ForveriLeo Varadkar
Persónulegar upplýsingar
Fæddur17. október 1986 (1986-10-17) (37 ára)
Greystones, County Wicklow, Írlandi
ÞjóðerniÍrskur
StjórnmálaflokkurFine Gael
MakiCaoimhe Wade ​(g. 2017)​
Börn2
HáskóliTækniháskólinn í Dyflinni

Simon Harris (f. 17. október 1986) er írskur stjórnmálamaður sem er núverandi forsætisráðherra Írlands (Taoiseach) og leiðtogi stjórnmálaflokksins Fine Gael. Harris tók við embætti eftir afsögn Leo Varadkar í mars árið 2024 og er yngsti forsætisráðherra í sögu Írlands.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Simon Harris er fæddur 1986. Hann er alinn upp í strandbænum Greystones, skammt frá höfuðborginni Dyflinni. Hann gekk til liðs við ungliðahreyfingu Fine Gael þegar hann var sextán ára og komst þar hratt til metorða.[1]

Harris var kjörinn á írska þingið þegar hann var aðeins 24 ára gamall. Hann var gerður heilbrigðisráðherra landsins árið 2016. Í ráðherratíð hans var bann við þungunarrofi afnumið á Írlandi, auk þess sem hann hélt utan um fyrstu viðbrögð landsins við kórónuveirufaraldrinum árið 2020.[2] Harris varð síðar háskólamálaráðherra ríkisstjórn Leo Varadkar.[3]

Varadkar sagði óvænt af sér af sér sem leiðtogi Fine Gael og forsætisráðherra í mars árið 2024. Harris var í kjölfarið kjörinn nýr leiðtogi flokksins, án mótframboðs.[2] Harris þykir svipaður Varadkar í skoðunum, en hann hefur jafnframt orð á sér fyrir að vera virkur á samfélagsmiðlum sem njóta vinsælda meðal ungs fólks á borð við Instagram og TikTok.[3]

Írska þingið samþykkti Harris sem nýjan forsætisráðherra þann 9. apríl 2024.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Markús Þ. Þórhallsson (9. apríl 2024). „Simon Harris verður forsætisráðherra í dag“. RÚV. Sótt 12. apríl 2024.
  2. 2,0 2,1 Rafn Ágúst Ragnarsson (24. mars 2024). „Simon Harris nýr leið­togi Fine Gael“. Vísir. Sótt 24. mars 2024.
  3. 3,0 3,1 Freyr Rögnvaldsson (25. mars 2024). „Simon Harris verður næsti forsætisráðherra Írlands – Afsögn Varadkar sögð eins og þruma úr heiðskýru lofti“. Samstöðin. Sótt 12. apríl 2024.
  4. Atli Ísleifsson (9. apríl 2024). „Yngsti for­sætis­ráð­herrann í sögu landsins“. Vísir. Sótt 12. apríl 2024.


Fyrirrennari:
Leo Varadkar
Forsætisráðherra Írlands
(9. apríl 2024 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.