(Go: >> BACK << -|- >> HOME <<)

Fara í innihald

Kaupmannahöfn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 8. febrúar 2015 kl. 10:08 eftir Sweepy (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. febrúar 2015 kl. 10:08 eftir Sweepy (spjall | framlög)
Kaupmannahöfn
Kaupmannahöfn er staðsett í Danmörku
Kaupmannahöfn

55°41′N 12°35′A / 55.683°N 12.583°A / 55.683; 12.583

Land Danmörk
Íbúafjöldi 569.557 (2014)
Flatarmál 86,20 km²
Póstnúmer
Vefsíða sveitarfélagsins http://www3.kk.dk/
Danska þingið hefur aðsetur sitt í Kristjánsborgarkastala í miðri Kaupmannahöfn.

Kaupmannahöfn (danska København) er höfuðborg Danmerkur. Kaupmannahöfn stendur við Eyrarsund á austurströnd Sjálands og er að hluta til á eyjunni Amager sem er austan við Sjáland. Kaupmannahöfn varð höfuðborg Danmerkur árið 1536.

Orðsifjar

Íslenska heitið á Kaupmannahöfn á rætur sínar að rekja til þess tíma þegar borgin nefndist „Købmandshavn“ á dönsku. Nafnið hefur síðan einfaldast á máli Dana og orðið að København. Nafn borgarinnar á lágþýsku „Kopenhagen“ hefur gengið inn í önnur tungumál, svosem ensku (Copenhagen), frönsku (Copenhague) og ítölsku (Copenaghen). Íslendingar nefna oft borgina „Köben“ í daglegu og óformlegu tali, og er stytting á núverandi heiti hennar á dönsku.

Saga Kaupmannahafnar

Sveinn tjúguskegg er talinn hafa stofnað borgina um árið 1000, eða hugsanlega sonur hans Knútur hinn ríki (Sveinsson), en fornleifar benda þó til þess að búið hafi verið þar sem borgin stendur nú fyrir um 5000 til 6000 árum. Fyrst er minnst á borgina á árinu 1043, en Kaupmannahöfn fékk nafn sitt „Købmandshavn“ um 1200.

Árið 1728 hófst bruninn í Kaupmannahöfn og brann 28% Kaupmannahafnar.

Árið 2011 bjuggu 1.199.224 manns á stórkaupmannahafnarsvæðinu, þar af 509.861 (2008) í Kaupmannahöfn sjálfri. Flatarmál hennar er 400-455 km² og þéttleiki byggðar er 2.500-2.850/km².

Nokkur söfn

Á vefnum má fá upplýsingar um öll helstu söfn í Danmörku, sem eru opin almenningi,[1] en hér skulu nefnd fáein þau þekktustu í Kaupmannahöfn og næsta nágrenni:

  • Arken. Safn fyrir nútímalist, tók til starfa 1996.[2]
  • Det Kongelige Bibliotek. Konungsbókhlaða geymir ekki aðeins bækur og handrit á dönsku, heldur ýmislegt efni á öðrum tungumálum, og margt þetta má kynna sér á vefnum.[3]
  • Louisiana. Safnið geymir nútímalist. Það er í Humlebæk, skammt norðan við Kaupmannahöfn.[4]
  • Det Nationalhistoriske Museum Frederiksborg Slot. Málverk og aðrir gripir, sem varða danska sögu. Safnið er í Hillerød skammt frá Kaupmannahöfn. Umhverfis Friðriksborgarhöll er stór garður.[5][6]
  • Nationalmuseet. Þjóðminjasafn Danmerkur en lætur sig jafnframt varða menningarsögu annarra þjóða. Safnið á upphaf að rekja til konungslistasafns, sem varð til um miðja 17. öld.[7]
  • Ny Carlsberg Glyptotek. Þetta höggmyndasafn geymir fjölmörg verk úr fornöld, einkum frá Egyptum, Grikkjum, Rómverjum og Etrúskum, auk þess sem málverk frá seinni öldum eru mikilvægur hluti safnsins.[8]
  • Rosenborg Slot – De Danske Kongers Kronologiske Samling. Munir úr eigu Danakonunga, þar á meðal krúnudjásnin. Umhverfis Rósenborgarhöll er stór garður (Kongens Have), sem margir heimsækja.[9][10]
  • Statens Museum for Kunst. Ríkislistasafnið geymir 9.000 málverk og 300.000 koparstungur og grafíkverk, auk þess sem það varðveitir í annarri byggingu 2.600 gifsafsteypur.[11]
  • Statens Naturhistoriske Museum. Þetta safn er þrískipt (grasafræði, dýrafræði, jarðfræði) og er á þremur stöðum.[12] Á sviði náttúrufræði má sömuleiðis nefna Danmarks Akvarium í Charlottenlund, sem hýsir þúsundir fiska (áformar á næstu árum að flytja til Kastrup og taka upp nafnið Den Blå Planet).[13]
  • Thorvaldsens Museum. Safnið geymir höggmyndir eftir Bertel Thorvaldsen og safn hans af öðrum listmunum og forngripum.[14]

Tilvísanir

  1. Danske Museer Online, vefsetur. Skoðað 25. október 2010.
  2. Arken, vefsetur. Skoðað 25. október 2010.
  3. Det Kongelige Bibliotek, vefsetur. Skoðað 25. október 2010.
  4. Louisiana Museum of Modern Art, vefsetur. Skoðað 25. október 2010.
  5. Det Nationalhistoriske Museum Frederiksborg Slot, vefsetur. Skoðað 25. október 2010.
  6. Slots- og Ejendomsstyrelsen: Frederiksborg Slot og Slotshave. Skoðað 25. október 2010.
  7. Nationalmuseet, vefsetur. Skoðað 25. október 2010.
  8. Ny Carlsberg Glyptotek, vefsetur. Skoðað 25. október 2010.
  9. Rosenborg Slot, vefsetur. Skoðað 25. október 2010.
  10. Slots- og Ejendomsstyrelsen: Rosenborg Slot og Kongens Have. Skoðað 25. október 2010.
  11. Statens Museum for Kunst, vefsetur. Skoðað 25. október 2010.
  12. Statens Naturhistoriske Museum, vefsetur. Skoðað 25. október 2010.
  13. Danmarks Akvarium, vefsetur. Skoðað 25. október 2010.
  14. Thorvaldsens Museum, vefsetur. Skoðað 25. október 2010.

Tenglar

erlendir

  Þessi landafræðigrein sem tengist Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill GG Snið:Tengill GG