Tilkynningar um alþjóðastarf

13.6.2024 : Heimsókn sendinefndar tékkneska þingsins

Heimsokn-utanrikismalanefndar-tekkneska-thingsins-2024-06-13_3Varaforseti neðri deildar tékkneska þingsins og fulltrúar úr utanríkismálanefnd þess heimsóttu Alþingi í dag. Sendinefndin átti fund með Birgi Ármannsyni, forseta Alþingis, og í kjölfarið með fulltrúum úr utanríkismálanefnd.

Lesa meira

12.6.2024 : Heimsókn forseta grænlenska þingsins

Heimsokn-forseta-graenlenska-thingsins-2024-06-12_3Mimi Karlsen, forseti grænlenska þingsins, heimsótti Alþingi í dag. Átti hún fund með Birgi Ármannssyni forseta Alþingis þar sem þau ræddu m.a. samstarf þjóðþinganna á vettvangi norræns og vestnorræns samstarfs.

Lesa meira

3.6.2024 : Nefndarferð utanríkismálanefndar til Tyrklands

Ferd-utanrikismalanefndar-til-Tyrklands-2024-05-31Utanríkismálanefnd Alþingis fór í þriggja daga heimsókn til Tyrklands 29.–31. maí. Tyrkland er aðildarríki NATO og hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu. Markmiðið heimsóknarinnar var að efla tvíhliða samskipti þinganna, ræða stjórnmálastöðuna í Tyrklandi og hlutverk Tyrklands á alþjóðavettvangi m.a. gagnvart yfirstandandi átökum í Úkraínu annars vegar og Miðausturlöndum hins vegar.

Lesa meira

22.5.2024 : Heimsókn forseta Alþingis í breska þingið

Heimsokn-forseta-Althingis-i-breska-thingid-2024-05-22_2Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, heimsótti breska þingið í dag í boði Lindsey Hoyle, forseta neðri málstofu. Á fundi þeirra bar hæst samskipti þjóðþinganna og það sem efst er á baugi í þingstörfum og stjórnmálum í löndunum. Þá átti forseti Alþingis fund með forseta lávarðadeildarinnar, John Francis McFall baróni af Alcluith. 

Lesa meira