(Go: >> BACK << -|- >> HOME <<)

Fara í innihald

Tvísöngur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Tvísöngur eða fimmundasöngur er séríslenskt afbrigði af tveggja radda söng sem einkennist af því að sungið er í fimmundum og að raddirnar krossast.

Raddirnar skiptast í laglínu og fylgirödd (í nótum kallað vox principalis og vox organalis, eða bassi og tenór). Í þjóðlagasafni séra Bjarna Þorsteinssonar er að finna rúmlega 40 tvísöngva og er sá elsti skrifaður niður árið 1473 á Munkaþverá.

Stundum er talað um tvær aðferðir við flutning tvísöngva. Annars vegar er sungið í tvísöng og hins vegar kveðið í tvísöng.

Dæmi um tvísöngva

Sungið í tvísöng:

Kveðið í tvísöng:

  • Enginn grætur Íslending
  • Farvel Hólar fyrr og síð
  • Hér er ekkert hrafnaþing
  • Höldum gleði hátt á loft
  • Lækurinn
  • Yfir kaldan eyðisand

Tengt efni

Heimildir

  • Tvísöngur Geymt 9 febrúar 2019 í Wayback Machine á folkmusik.is
  • Bjarni Þorsteinsson (1906). „Íslensk þjóðlög“. Carlsbergsjóðurinn.
  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.