Erlent

Vara­dkar hættir sem for­sætis­ráð­herra

Atli Ísleifsson skrifar
Leo Varadkar tók fyrst við embætti forsætisráðherra Írlands árið 2017.
Leo Varadkar tók fyrst við embætti forsætisráðherra Írlands árið 2017. ap

Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, mun láta af embætti formanns Fine Gael og láta af embætti forsætisráðherra um leið og arftaki hans á formannstól hefur verið valinn.

Varadkar greindi frá ákvörðun sinni í hádeginu og sagði hann að hafa leitt land sitt hafa veitt honum mjög mikla ánægju í lífinu.

Hann varð yngsti forsætisráðherrann í sögu Írlands árið 2017 þegar hann var kjörinn formaður Fine Gael. Hann leiðir nú samsteypustjórn Fine Gael, Fianna Fáil og Græningja.

Fine Gael hafnaði í þriðja sæti yfir flest atkvæði í þingkosningunum 2020 og við myndun stjórnar var gert samkomulag um að Varadkar og Micheál Martin, formaður Fianna Fáil, myndu gegna embætti forsætisráðherra í tvö ár hvor.

Martin tók við embætti forsætisráðherra af Varadkar árið 2020, en árið 2022 settist Varadkar aftur í stól forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×