(Go: >> BACK << -|- >> HOME <<)

„Seinna Téténíustríðið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Snaevar-bot (spjall | framlög)
merki nýlegar (<3 ár) mbl greinar sem þurfa áskrift. Skipti út úreldum snið:vefheimild stikum. using AWB
Snaevar-bot (spjall | framlög)
m merki nýlegar (<3 ár) mbl greinar sem þurfa áskrift. using AWB
Merki: Breyting tekin til baka
Lína 43:
Ólíkt fyrra Téténíustríðinu, sem hafði verið afspyrnu óvinsælt stríð, naut innrásin mikils stuðnings hjá rússneskri alþýðu, enda var nú hefndarhugur í mörgum fyrir hryðjuverkaárásirnar í Moskvu og Volgodonsk. Vladímír Pútín, sem varð helsti forsvarsmaður innrásarinnar og vígreifastur í garð Téténa, varð því gríðarlega vinsæll leiðtogi á skömmum tíma. Pútín varð síðan óvænt [[forseti Rússlands]] þegar [[Borís Jeltsín]] sagði af sér á gamlársdag árið 1999.<ref name=vera2/>
 
Í febrúar árið 2000 hafði Grozníj nánast alfarið verið lögð í rúst vegna sprengjuárása Rússa. Um 400.000 manns höfðu búið þar fyrir stríðið en aðeins um 40.000 voru eftir þegar síðustu téténsku skæruliðarnir hörfuðu frá borginni í lok janúar árið 2000, aðallega konur og eldra fólk. Eftir að Rússar náðu borginni sökuðu samtök á borð við [[Mannréttindavaktin]]a þá um að halda hundruðum saklausra borgara í fangabúðum þar sem þeir voru pyntaðir og konum nauðgað. Íbúar sem enn dvöldu í borginni sökuðu rússneska hermenn um að fara ránshendi um eigur þeirra, skjóta af handahófi inn í kjallara og ræna ungum konum.<ref>{{Vefheimild|titill=Tilgangslaus eyðilegging?|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/519846/|útgefandi=[[mbl.is]]| dags = 20. febrúar 2000| skoðað-dags = 22. mars 2022|aðgengi=áskrift|aðgengi=áskrift}}</ref>
 
Eftir að innrásin í Téténíu hófst ákvað [[Akhmad Kadyrov]], æðsti [[múfti]] (múslimaklerkur) Téténska lýðveldisins Itkeríu, að ganga til liðs við Rússa. Kadyrov hafði barist gegn Rússum í fyrra Téténíustríðinu en neitaði í þetta sinn að styðja stjórn Aslans Maskhadov forseta þar sem hann vildi ekki þurfa að berjast við hlið bókstafstrúarmanna á borð við Ibn al-Khattab. Kadyrov, sem var stríðsherra sem réði yfir eigin hersveitum, leyfði Rússum að koma sér fyrir í borginni [[Gúdermes]] á meðan þeir þjörmuðu að Grozníj.<ref name=vera2/> Að launum fyrir hollustu sína við stjórnvöld í Kreml var Kadyrov gerður að umboðsstjórnanda Rússa í Téténíu eftir að rússneski herinn hafði náð valdi á héraðinu um mitt árið 2000.<ref name=stalín/>
Lína 54:
Annar hildarleikur varð í september árið 2004 þegar téténskir uppreisnarmenn sem fylgdu Shamíl Basajev að málum réðust inn í grunnskóla í borginni [[Beslan]] í [[Norður-Ossetía|Norður-Ossetíu]] og [[Gíslatakan í Beslan|tóku alla sem þar voru í gíslingu]]. Alls létust að minnsta kosti 339 manns, þar af um helmingurinn börn, þegar rússneskar sérsveitir réðust inn í skólann til að binda enda á gíslatökuna.<ref>{{Vefheimild|titill=Ár frá gíslatökunni í Beslan|url=https://www.visir.is/g/2005239793d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuður=1. september|ár=2005| skoðað-dags = 18. apríl 2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Basajev lýsir ábyrgð á gíslatöku í Beslan|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2004/09/17/basajev_lysir_abyrgd_a_gislatoku_i_beslan/|útgefandi=[[mbl.is]]| dags = 17. september 2004| skoðað-dags = 18. apríl 2022}}</ref>
 
Eftir [[hryðjuverkin 11. september 2001]] í [[New York-borg|New York]] var stríð Rússa í Téténíu í auknum mæli samsamað [[Stríðið gegn hryðjuverkum|stríðinu gegn hryðjuverkum]] sem Bandaríkjamenn höfðu lýst yfir.<ref>{{Vefheimild|titill=Beslan breytir engu!|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/818219/|útgefandi=[[mbl.is]]| dags = 13. september 2004| skoðað-dags = 18. apríl 2022|höfundur=Gunnar Hólmsteinn Ársælsson|aðgengi=áskrift|aðgengi=áskrift}}</ref>
 
Akhmad Kadyrov, sem þá var orðinn forseti sjálfstjórnarlýðveldisins Téténíu innan Rússlands, var myrtur árið 2004 á hersýningu í Grozníj.<ref>{{Vefheimild|titill=Forseti Tétsníu myrtur|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/797164/|útgefandi=[[mbl.is]]| dags = 10. maí 2004| skoðað-dags = 22. mars 2022|aðgengi=áskrift|aðgengi=áskrift}}</ref> Í kjölfarið voru Rússar fljótir að upphefja son Akhmads, [[Ramzan Kadyrov]], sem nýjan umboðsstjórnanda sinn í Téténíu. Með stuðningi Pútíns var Ramzan Kadyrov skipaður aðstoðarforsætisráðherra Téténíu strax eftir morðið. Hann varð síðan forsætisráðherra Téténíu ári síðar, aðeins 29 ára gamall.<ref name=stalín/> Kadyrov var formlega skipaður forseti Téténíu árið 2007, stuttu eftir að hann varð þrjátíu ára gamall. Pútín veitti Kadyrov umboð til að „hreinsa til“ í Téténíu og fleytti til hans gríðarlegum fjármunum svo hann gæti barið niður aðskilnaðarsinna sem enn börðust gegn rússnesku stjórninni.<ref name=stríðsherra>{{Vefheimild|titill=Stríðsherra með sérstakt dálæti á samfélagsmiðlum|url=https://kjarninn.is/skyring/2016-03-20-stridsherra-med-serstakt-dalaeti-samfelagsmidlum/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Ómar Þorgeirsson| dags = 20. mars 2016| skoðað-dags = 22. mars 2022}}</ref>
 
Aslan Maskhadov var drepinn af rússneskum hermönnum í mars árið 2005. Hann var þá síðasti leiðtogi Téténa sem vildi ná fram samningum við Rússa til að ljúka stríðinu. Maskhadov hafnaði því að hann hefði haft neitt með gíslatökurnar í Moskvu eða Beslan að gera.<ref>{{Vefheimild|titill=Greiddu stórfé fyrir upplýsingar|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1006974/|útgefandi=[[mbl.is]]| dags = 16. mars 2005| skoðað-dags = 18. apríl 2022|aðgengi=áskrift|aðgengi=áskrift}}</ref> Shamíl Basajev var drepinn í næturáhlaupi rússneskra hermanna á skæruliðahóp hans í [[Ingúsetía|Ingúsetíu]] í júlí 2006.<ref>{{Vefheimild|titill=Basajev deyr í næturárás|url=https://www.visir.is/g/2020111528d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''| dags = 11. júlí 2006| skoðað-dags = 18. apríl 2022}}</ref>
 
Rússar lýstu formlega yfir endalokum hernaðaraðgerða sinna í Téténíu þann 16. apríl árið 2009.<ref>{{Vefheimild|titill=Kadyrov fagnar sigri Rússa í Tétsníu|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2009/04/16/kadyrov_fagnar_sigri_russa_i_tetsniu/|útgefandi=[[mbl.is]]| dags = 16. apríl 2009| skoðað-dags = 18. apríl 2022}}</ref>