(Go: >> BACK << -|- >> HOME <<)

Björgvin Páll útilokar ekki forsetaframboð

Björgvin Páll Gústavsson.
Björgvin Páll Gústavsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta og leikmaður Vals í úrvalsdeildinni, útilokar ekki að bjóða sig fram til embættis forseta.

Frá þessu greindi hann í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum Facebook en Björgvin Páll, sem er 38 ára gamall, á að baki 258 A-landsleiki fyrir Ísland.

Hann hefur áður greint frá því að hann hafi áhuga á forsetaembættinu, meðal annars í Dagmálum Morgunblaðsins, en hann gaf út barnabókina „Barn verður forseti“ árið 2022.

Öll orkan í fjölskylduna

Til þess að svara spurningunni sem strax er farin að banka upp á hjá mér úr ýmsum áttum þá hef ég ekki tekið neina ákvörðun um hvort ég ætli að sækjast eftir embætti forseta Íslands frá og með næsta sumri,“ skrifaði Björgvin í færslu sem hann birti á Facebook.

„Eina sem ég veit er að ég á eftir að sakna Guðna og Elizu. Öll mín orka mun fara í fjölskylduna næstu 11 daga eða þar til farið verður út á EM í handbolta. 

Þar bíður okkar skemmtilegt og krefjandi verkefni sem þarf fulla einbeitingu á. Gleðilegt nýtt ár og sjáumst á EM! Áfram Ísland!“ skrifaði Björgvin á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert